Gleðilegt nýtt ár. Við fjölskyldan erum búin að liggja í flensu meira og minna síðan á annan í jólum. Dísa greyjið var svo slöpp að hún sofnaði um níu leytið í gærkvöldi og svaf til klukkan tíu í morgun. Ég sjálfur hef verið frekar mikið slappur og er þá ekki áfengi um að kenna þar sem aldrei þessu vant hafði ég ekki lyst á þeim görótta drykk.
Jól og áramót hafa annars verið indæl og við höfum dvalið í góðu yfirlæti hjá þeim eðal hjónum Guðmundi og Rúnu.
Ég vona að árið 2004 verði ár færri eldflaugaárása og bílsprengja, en ekki verður sagt að útlitið sé bjart. Hamborgaraveldið í vestri heldur áfram að færa til moldarhauga í miðausturlöndum og styðja Berlínarmúr part tvö í Ísrael. Það er nokkuð ljóst að sagan gengur í hringi eins og tískan. Það að Saddam blessaður skyldi finnast verður líklega til þess að tryggja að Bush verði kjörinn á ný í haust og ekki verður það til að bæta ástandið.
bið að heilsa í bili.
Jól og áramót hafa annars verið indæl og við höfum dvalið í góðu yfirlæti hjá þeim eðal hjónum Guðmundi og Rúnu.
Ég vona að árið 2004 verði ár færri eldflaugaárása og bílsprengja, en ekki verður sagt að útlitið sé bjart. Hamborgaraveldið í vestri heldur áfram að færa til moldarhauga í miðausturlöndum og styðja Berlínarmúr part tvö í Ísrael. Það er nokkuð ljóst að sagan gengur í hringi eins og tískan. Það að Saddam blessaður skyldi finnast verður líklega til þess að tryggja að Bush verði kjörinn á ný í haust og ekki verður það til að bæta ástandið.
bið að heilsa í bili.
Ummæli